Kraftstöðin býður upp á fjölbreytt úrval æfinga í formi fjarþjálfunar

Fjarþjálfun er góður kostur fyrir þá sem vilja æfa sjálfir, hafa sveigjanleika í æfingum en á sama tíma hafa aðhald og góðar leiðbeiningar frá þjálfara. Flestir kjósa að stunda líkamsrækt fyrir alhliða heilsu en fjölmargir stunda einnig líkamsrækt til að ná ákveðnum markmiðum eða eru að stefna að einhverju sem krefst sérhæfðra æfinga. Hvort sem þú ert að leitast eftir því að auka alhliða úthald, styrk, snerpu, liðleika, kraft eða einfaldlega verða hraustari þá höfum við þekkinguna og getum sérsniðið áætlun og æfingar eftir þínum óskum. Fjarþjálfun hentar öllum, hvort sem einstaklingar kjósa að æfa í líkamsræktarstöð, utandyra, heima við eða í raun hvar sem er og engu breytir hvaða búnað einstaklingar kjósa, þ.e.handlóð, ketilbjöllur, stangir, teygjur eða eigin líkamsþyngd. 

Við bjóðum uppá æfingaráætlun sem er sérsniðinn fyrir hvern og einn, hvort sem þú ert byrjandi eða atvinnuíþróttamaður/kona.