Ég heiti Þór Sigurðsson ég er stofnandi og eigandi Kraftstöðvarinnar ásamt konu minni Hildi Eddu Grétarsdóttur. 

Ég er með BSc gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc gráðu Frá UCAM háskóla á Spáni og er í dag í PHd námi við sama háskóla.

Á árunum 2017-2022 var ég yfirstyrktarþjálfari hjá Gróttu en færði mig svo yfir til Knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem ég starfa í dag sem styrktar- og úthaldsþjálfari meistarflokks karla í knattspyrnu. 

Árið 2017 þegar ég hafði lokið meistaranáminu á Spáni byrjaði ég að bjóða upp á einkaþjálfun og árið 2019 stofnaði ég Kraftstöðina með konunni minni. Síðan þá hef ég byggt upp og boðið upp á fjölbreytta þjálfun, bæði einka- og fjarþjálfun, styrktar- og úthaldsþjálfun fyrir einstaklinga jafnt byrjendur sem og atvinnuíþróttafólk.